City skoraði fimm

Kevin de Bruyne skorar fyrsta mark leiksins.
Kevin de Bruyne skorar fyrsta mark leiksins. AFP

Manchester City hristi af sér tapið gegn Manchester United um helgina með því að skora fimm mörk í 5:2-sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Keven De Bruyne kom City yfir eftir korter en tíu mínútum síðar jafnaði James Ward-Prowse úr víti. City var hins vegar miklu sterkari aðilinn og Riyad Mahrez og Ilkay Gundogan skoruðu báðir áður en flautað var til hálfleiks, 3:1. 

Mahrez bætti við sínu öðru mark og fjórða marki City á 55. mínútu en strax í næstu sókn minnkaði Che Adams muninn í 4:2. City átti hins vegar lokaorðið því De Bruyne skoraði sitt annað mark á 59. mínútu og þar við sat. 

City er í toppsæti deildarinnar með 68 stig, 14 stigum á undan Manchester United sem á leik til góða. Southampton er 14. sæti með 33 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert