Manchester City hristi af sér tapið gegn Manchester United um helgina með því að skora fimm mörk í 5:2-sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Keven De Bruyne kom City yfir eftir korter en tíu mínútum síðar jafnaði James Ward-Prowse úr víti. City var hins vegar miklu sterkari aðilinn og Riyad Mahrez og Ilkay Gundogan skoruðu báðir áður en flautað var til hálfleiks, 3:1.
Mahrez bætti við sínu öðru mark og fjórða marki City á 55. mínútu en strax í næstu sókn minnkaði Che Adams muninn í 4:2. City átti hins vegar lokaorðið því De Bruyne skoraði sitt annað mark á 59. mínútu og þar við sat.
City er í toppsæti deildarinnar með 68 stig, 14 stigum á undan Manchester United sem á leik til góða. Southampton er 14. sæti með 33 stig.