Mörkin: Sjö marka veisla í Manchester

Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez voru báðir í stuði og skoruðu tvö mörk hvor í 5:2-sigri Manchester City á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

City hristi af sér tapið gegn Manchester United um helgina með stæl og réði Southampton lítið við sóknarmenn bláa liðsins í Manchester. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert