Nýr samningur á borðinu

Kevin De Bruyne er lykilmaður í liði City.
Kevin De Bruyne er lykilmaður í liði City. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester City hafa boðið Kevin De Bruyne, miðjumanni liðsins, nýjan samning.

Það er The Times sem greinir frá þessu en þetta er annað samningstilboð City til Belgans sem hafnaði fyrsta tilboði enska félagsins.

De Bruyne hefur verið algjör lykilmaður í liði City frá því hann gekk til liðs við félagið frá Wolfsburg sumarið 2015.

City borgaði 55 milljónir punda fyrir hann sem var félagsmet á þeim tíma en hann á að baki 250 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur lagt upp 105 mörk og skorað 60.

De Bruyne hefur verið fyrirliði City á leiktíðinni en hann hefur tvívegis orðið Englandsmeistari með City, einu sinni bikarmeistari og fjórum sinnum deildabikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert