John Murtough hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United.
Murthough er sá fyrsti til þess að gegna starfinu hjá United en stuðningsmenn félagsins hafa lengið kallað eftir því að starfstitillinn verði tekinn upp hjá félaginu.
Murtough hefur starfað hjá félaginu frá 2014 sem yfirmaður íþróttamála en hann mun ekki blanda sér mikið í leikmannakaup félagsins, nema ágreiningur komi upp hjá stjóranum Ole Gunnar Solskjær og þeim sem sjá um leikmannakaup félagsins.
Þá hefur Darren Fletcher, fyrrverandi leikmaður liðsins, einnig verið ráðinn í nýtt starf innan félagsins en hann verður yfirmaður tæknimála og mun hafa milligöngu milli akademíu félagsins og aðalliðsins.