Ótrúlegt átta marka jafntefli (myndskeið)

Arsenal og Tottenham Hotspur gerðu magnað átta marka jafntefli þegar liðin mættust á Emirates-vellinum í Lundúnum í október árið 2008.

Um var að ræða fyrsta leik Harry Redknapp við stjórnvölinn hjá Tottenham. Eftir að hafa verið 4:2 undir þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma minnkaði Jermaines Jenas muninn fyrir liðið, áður en Aaron Lennon jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Í leiknum skoraði David Bentley, sem er uppalinn hjá Arsenal, auk þess eitt af mörkum tímabilsins 2008/2009 fyrir Tottenham.

Þar er sjón svo sannarlega sögu ríkari, og má sjá mörkin átta í spilaranum hér að ofan.

Arsenal tekur á móti Tottenham í Norður-Lundúna-slagnum í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur. Leikurinn hefst klukkan 16.30 og verður í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert