Ætla að bjóða Gylfa nýjan samning

Everton ætlar að bjóða Gylfa nýjan samning.
Everton ætlar að bjóða Gylfa nýjan samning. AFP

Everton ætlar að bjóða Gylfa Þór Sigurðssyni nýjan samning en íslenski landsliðsmaðurinn er sem stendur samningsbundinn félaginu út sumarið 2022.

Paul Joyce, blaðamaður The Times á Englandi, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. En hefur það eftir Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra liðsins, að félagið vilji halda Íslendingnum.

Gylfi er 31 árs gamall miðjumaður en hann kom til Everton frá Swansea fyrir 45 milljónir punda sumarið 2017. Hann hefur spilað 125 úrvalsdeildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 23 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert