Áhyggjur af Abraham

Tammy Abraham lá óvigur á vellinum áður en hann haltraði …
Tammy Abraham lá óvigur á vellinum áður en hann haltraði af velli gegn Newcastle. AFP

Thom­as Tuchel, knatt­spyrn­u­stjóri Chel­sea, segist áhyggjufullur af framherjanum Tammy Abraham sem virðist ekki geta hrist af sér meiðsli sem hann varð fyrir í síðasta mánuði.

Abraham fór haltrandi af velli í 2:0-sigri Chelsea gegn Newcastle 15. febrúar og segir Tuchel að upptökin meiðslanna séu högg á ökklann sem sóknarmaðurinn varð fyrir í janúar. Abraham hefur spilað fimm leiki síðan þá en gengið illa að æfa þar á milli.

„Honum er enn illt eftir tæklinguna gegn Newcastle, hann er ekki 100% og gat ekki klárað æfingu í gær,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi sínum í morgun og staðfesti jafnframt að Abraham yrði ekki með gegn Leeds í úrvalsdeildinni á morgun.

„Ég hef áhyggjur af þessu í hreinskilni sagt. Hann finnur enn til vegna höggs sem hann varð fyrir gegn Burnley í janúar, það er svo langt síðan.“ Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með 50 stig og heimsækir á morgun nýliða Leeds sem sitja í 11. sæti með 35 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert