Ian Wright lék með Arsenal um átta ára skeið og þekkir því vel hversu mikilvægur Norður-Lundúnaslagurinn gegn Tottenham Hotspur er fyrir liðið og stuðningsmenn þess.
Hann segir að það mikilvægasta sem þurfi að hafa í huga þegar kemur að þessari viðureign sé að þú megir einfaldlega ekki tapa leiknum. Slíkt sé óhugsandi.
Wright skoraði sjálfur fimm mörk í 10 leikjum í Norður-Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham hefur haft undirtökin í viðureigninni undanfarin ár þar sem liðið hefur unnið tvo síðustu leiki í ensku úrvalsdeildinni og í leikjunum tveimur þar á undan skildu liðin jöfn. Arsenal vann Tottenham síðast í deildinni í desember árið 2018.
Wright ræðir nánar um viðureignina í spilaranum hér fyrir ofan og hvernig hann upplifði hana sem leikmaður Arsenal á 10. áratug síðustu aldar.
Arsenal tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn klukkan 16.30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport og hefst upphitun klukkan 16.