Harry Kane státar af frábærum árangri í Norður-Lundúnaslagnum, þar sem hann hefur skorað 11 mörk í 12 leikjum, og hefur enginn skorað fleiri mörk í slagnum í sögunni.
Kane tók fyrst þátt í slagnum tímabilið 2014/2015 og gaf þar strax tóninn þegar hann skoraði bæði mörkin í 2:1-endurkomusigri á White Hart Lane.
Í spilaranum hér að ofan eru þessu afreki Kanes gerð skil.
Á sunnudaginn heimsækir Tottenham erkifjendur sína í Arsenal á Emirates-völlinn. Leikurinn hefst klukkan 16.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 16.