Ekki er öruggt að Gylfi Þór Sigurðsson verði leikfær á morgun þegar Everton mætir Jóhanni Berg Guðmundssyni og samherjum í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Everton sagði á fréttamannafundi núna í hádeginu að Gylfi færi í skoðun eftir æfingu í dag og þá kæmi í ljós hvort hann gæti spilað.
James Rodriguez missir af leiknum vegna meiðsla og þá upplýsti Ancelotti að miðjumaðurinn Abdoulaye Doucouré væri með brákað bein í fæti og gæti orðið frá keppni næstu átta til tíu vikurnar.