City eykur forystuna

Gabriel Jesus og Kenny Tete á Craven Cottage í kvöld.
Gabriel Jesus og Kenny Tete á Craven Cottage í kvöld. AFP

Topplið Manchester City er nú með 17 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 3:0-sigur á Fulham á Craven Cottage í kvöld. Heimamenn eru áfram í fallsæti.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komu þrjú mörk á 15 mínútna kafla frá City. John Stones skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu Bernardo Silva strax á 47. mínútu og Gabriel Jesus skoraði svo auðveldlega af stuttu færi eftir klaufagang Joachim Andersen og Ivan Cavaleiro í vörn Fulham.

Tosin Adarabioyo fullkomnaði svo slæmt kvöld Fulham þegar hann missti boltann klaufalega utan eigin vítateigs og felldi svo Ferran Torres innan teigs til að gefa City vítaspyrnu á 60. mínútu. Sergio Agüero steig á punktinn og skoraði. Eftir það var leiknum í raun lokið og gerðist fátt markvert síðustu mínúturnar.

Fulham 0:3 Man. City opna loka
90. mín. Tvær mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert