Crystal Palace lyfti sér upp í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 1:0-sigri á West Brom á Selhurst Park rétt í þessu. Gestirnir eru því áfram átta stigum frá öruggi sæti.
Fyrirliðinn Luka Milivojevic skoraði sigurmark leiksins á 37. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Darnell Furlong handlék knöttinn inn í eigin vítateig. Serbinn hefur nú skorað 22 af 28 úrvalsdeildarmörkum sínum úr vítaspyrnum.
Með sigrinum er Crystal Palace stigi á eftir Arsenal í 10. sæti sem á þó tvo leiki til góða. Erfitt er að sjá West Brom bjarga sér frá falli, liðið er í 19. sæti, átta stigum frá Brighton og Fulham sem eru næstu lið.