Gylfi á bekknum en Jóhann byrjar

Gylfi Þór Sigurðsson í leik Everton gegn Liverpool.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik Everton gegn Liverpool. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á varamannabekknum hjá Everton sem tekur á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 17:30 í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða og getur því ekki tekið byrjað en samherji hans hjá landsliðinu, Jóhann Berg Guðmundsson, er í byrjunarliði Burnley. Gylfi fór meidd­ur af velli í 2:0-tapi Evert­on gegn Chel­sea í síðustu um­ferð. Jó­hann Berg spilaði rúm­an klukku­tíma í 1:1-jafn­tefli Burnley gegn Arsenal. Evert­on er í 6. sæti með 46 stig en Burnley í 15. sæti með 30 stig.

Evert­on - Burnley kl. 17:30, bein lýs­ing

Everton: (3-5-2) Mark: Jordan Pickford. Vörn: Mason Holgate, Michael Keane, Ben Godfrey. Miðja: Alex Iwobi, Tom Davies, Allan, André Gomes, Lucas Digne. Sókn: Dominic Calvert-Lewin, Richarlison.
Varamenn: Joao Virgínia (M), Harry Tyrer (M), Gylfi Þór Sigurðsson, Joshua King, Yerry Mina, Niels Nkounkou, Séamus Coleman, Nathan Broadhead, Tyler Onyango.

Burnley: (4-4-2) Mark: Nick Pope. Vörn: Matt Lowton, James Tarkowski, Ben Mee, Erik Pieters. Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Ashley Westwood, Josh Brownhill, Dwight McNeil. Sókn: Matej Vydra, Chris Wood.
Varamenn: Bailey Peacock-Farrell (M), Robbie Brady, Dale Stephens, Jay Rodriguez, Phil Bardsley, Kevin Long, Richard Nartey, Jimny Dunne, Josh Benson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert