Rekinn frá botnliðinu

Chris Wilder.
Chris Wilder. AFP

Chris Wilder, knatt­spyrn­u­stjóri Sheffield United, botnliðs ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar, hefur verið látinn fara frá félaginu.

Wilder tók við stjórnartaumum liðsins árið 2016 en breski miðillinn The Times greindi frá því í gær að ástæðan fyr­ir brott­vikn­ingu Wilders sé ágrein­ing­ur milli hans og eig­anda liðsins, sádi­ar­ab­íska prins­ins Abdullahs bin Musa'ad bin Abdulaziz Al Saud. Félagið staðfesti brottrekstur Wilders með tilkynningu í kvöld.

Eft­ir að hafa átt frá­bært fyrsta tíma­bil í ensku úr­vals­deild­inni í fyrra, þar sem Sheff Utd endaði í 9. sæti, hef­ur ekk­ert gengið á þessu tíma­bili þar sem liðið hef­ur setið á botni deild­ar­inn­ar nán­ast allt tíma­bilið. Sem stend­ur er liðið 12 stig­um frá ör­uggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert