Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, botnliðs ensku úrvalsdeildarinnar, hefur verið látinn fara frá félaginu.
Wilder tók við stjórnartaumum liðsins árið 2016 en breski miðillinn The Times greindi frá því í gær að ástæðan fyrir brottvikningu Wilders sé ágreiningur milli hans og eiganda liðsins, sádiarabíska prinsins Abdullahs bin Musa'ad bin Abdulaziz Al Saud. Félagið staðfesti brottrekstur Wilders með tilkynningu í kvöld.
Eftir að hafa átt frábært fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fyrra, þar sem Sheff Utd endaði í 9. sæti, hefur ekkert gengið á þessu tímabili þar sem liðið hefur setið á botni deildarinnar nánast allt tímabilið. Sem stendur er liðið 12 stigum frá öruggu sæti.