Crystal Palace og West Bromwich Albion mætast í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Selhurst Park í London klukkan 15 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.
Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn.
Crystal Palace er í þrettánda sæti deildarinnar með 34 stig, átta stigum fyrir ofan fallsæti deildarinnar. WBA er hins vegar með 18 stig í nítjánda og næstneðsta sætinu, átta stigum frá því að komast úr fallsæti.