Leicester vann sannfærandi 5:0-sigur á botnliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Nígeríumaðurinn Kelechi Iheanacho stal senunni því hann skoraði þrjú markanna.
Þrennan var sú fyrsta sem Iheanacho skorar í deildinni og komu tvö mörkin eftir undirbúning hjá Jamie Vardy.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.