Því verður ekki neitað að José Mourinho hefur verið einn sigursælasti knattspyrnustjóri Evrópu undanfarin 20 ár.
Portúgalinn hefur unnið ótalmarga titla á stjóratíð sinni en reynir nú að vinna þann fyrsta með Tottenham. Lundúnaliðið mætir nágrönnum sínum í Arsenal á Emirates-vellinum klukkan 16:30 í dag en horft er til leiksins og rætt um Mourinho í myndskeiðinu hér að ofan.