Mourinho með föst skot á dómara og leikmenn

José Mourinho var ósáttur í dag.
José Mourinho var ósáttur í dag. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham gagnrýndi lærisveina sína eftir 1:2-tapið gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá gagnrýndi hann einnig dómarann Michael Oliver. 

Érik Lamela skoraði fyrsta mark leiksins með stórkostlegum tilþrifum, en Martin Ødergaard og Alexandre Lacazette sneru taflinu við. Mourinho var ósáttur með vítaspyrnuna sem sigurmark hjá Lacazette kom úr. 

„Við vorum mjög lélegir í fyrri hálfleik. Það vantaði allan ákafa og pressu. Leikmennirnir mínir voru í felum. Ég ætla ekki að nefna nöfn því við erum lið og ég á eins mikla sök á þessum fyrri hálfleik og leikmennirnir. Sem betur fer vorum við betri í seinni hálfleik,“ sagði Mourinho við Sky. 

„Þetta voru mistök hjá Michael Oliver. Leikmenn og þjálfarar verða þreyttir þegar það er spilað svona þétt og kannski verða dómarar líka þreyttir. Hann var að dæma í Evrópukeppni í vikunni, þannig að kannski var hann þreyttur.

Ég er venjulega mjög óheppinn þegar kemur að vítum og Michael Oliver, sama hvort það sé með Chelsea, Manchester United eða Tottenham, það skiptir engu. Ég er mjög óheppinn með svona góðan dómara,“ sagði Mourinho enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert