Spænska knattspyrnustjóranum Aitor Karanka hefur verið sagt upp störfum hjá enska B-deildarliðinu Birmingham.
Liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu nítján leikjum í deildinni og er í 21. sæti og í mikilli fallhættu. Karanka tók við Birmingham síðasta sumar og gerði þriggja ára samning við félagið.
Birmingham er þremur stigum fyrir ofan fallsæti en hefur spilað fjórum leikjum meira en Rotherham sem er í efsta fallsætinu.
Karanka lék á sínum tíma með Real Madrid og var aðstoðarþjálfari liðsins frá 2010 til 2013. Síðan þá hefur hann stýrt Middlesbrough, Nottingham Forest og loks Birmingham.