Byrjaður að æfa á ný eftir erfið meiðsli

Daníel Leó Grétarsson í leiknum gegn WBA í janúar.
Daníel Leó Grétarsson í leiknum gegn WBA í janúar. AFP

Knattspyrnumaðurinn Daníel Leó Grétarsson er byrjaður að æfa með enska C-deildarliðinu Blackpool á nýjan leik en hann hefur glímt við meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni frá því í janúar.

Daníel lék síðast 9. janúar síðastliðinn er Blackpool sló úrvalsdeildarlið WBA óvænt úr leik í enska bikarnum.

„Daníel byrjaði að æfa í þessari viku. Við verðum að fara varlega af stað með hann, svo það komi ekki bakslag. Honum hefur liðið vel síðan hann byrjaði að æfa aftur og ætti að geta spilað fljótlega,“ var haft eftir Neil Critchley knattspyrnustjóra Blackpool á heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert