Markvörðurinn missir af landsleikjum

Jordan Pickford meiddist í leiknum gegn Burnley.
Jordan Pickford meiddist í leiknum gegn Burnley. AFP

Jordan Pickford, markvörður Everton, leikur ekki með enska landsliðinu gegn San Marínó, Albaníu og Póllandi síðar í mánuðinum vegna meiðsla.

Pickford fór meiddur af velli er Everton mætti Burnley um helgina og verður ekki búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir landsleikina.

Markvörðurinn verður ekki með Everton í leiknum gegn Manchester City í átta liða úrslitum enska bikarsins á laugardaginn kemur. Pickford hefur verið aðalmarkvörður Englands síðustu ár og leiki 30 landsleiki.

Nick Pope, markvörður Burnley, stendur væntanlega á milli stanganna hjá landsliðinu í fjarveru Pickfords.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert