Dramatík hjá Dagnýju

Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í West Ham gerðu svekkjandi …
Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í West Ham gerðu svekkjandi í jafntefli í kvöld. Ljósmynd/West Ham

Ruby Mace reyndist hetja Birmingham þegar liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í Dagenham í kvöld.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Mace skoraði jöfnunarmark Birmingham í uppbótartíma.

Emily Murphy kom Birmingham yfir strax á 9. mínútu en Emily van Egmond jafnaði metin fyrir West Ham í upphafi síðari hálfleiks.

Katerina Svitková kom West Ham yfir á 73. mínútu og virtist allt stefna í sigur West Ham en allt kom fyrir ekki.

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham og lék allan leikinn á miðjunni en með sigri hefði West Ham getað komist upp úr fallsæti og í níunda sæti deildarinnar.

Í staðinn er liðið áfram í neðsta sætinu með 8 stig en liðið á leik til góða á Bristol City sem er í ellefta sætinu með 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert