Fór ekki með United til Mílanó

Edinson Cavani hefur ekki náð sér góðum af meiðslum sem …
Edinson Cavani hefur ekki náð sér góðum af meiðslum sem hafa verið að hrjá hann. AFP

Edinson Cavani er ekki í leikmannahópi enska knattspyrnufélagsins Manchester United sem mætir AC Milan í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í Mílanó á morgun.

Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag en þeir David de Gea, Donny van de Beek og Paul Pogba eru allir í hópnum.

Þá er Marcus Rashford einnig í hópnum en hann hefur misst af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla.

Cavani hefur ekki náð sér góðum af meiðslum sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu og því ákvað Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, að skilja hann eftir heima.

Fyrri leik liðanna á Old Trafford lauk með 1:1-jafntefli þar sem Amad Diallo kom United yfir í upphafi síðari hálfleiks en Simon Kjær jafnaði metin fyrir AC Milan með skallamarki í uppbótartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert