Tveir nýliðar og Sterling er reyndastur

Ollie Watkins hefur leikið vel með Aston Villa í vetur …
Ollie Watkins hefur leikið vel með Aston Villa í vetur og er í enska landsliðshópnum. AFP

Tveir nýliðar eru í enska landsliðshópnum í knattspyrnu sem Gareth Southgate tilkynnti í dag og reyndasti leikmaðurinn er hinn 26 ára gamli Raheem Sterling frá Manchester City.

Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, og Sam Johnstone, markvörður WBA, eru þeir einu í hópnum sem ekki hafa spilað landsleik en hins vegar hafa tólf aðrir leikið minna en tíu landsleiki í ungum hópi hjá Southgate.

Sterling hefur leikið 58 landsleiki en hann, Kyle Walker og Harry Kane eru þeir einu í hópnum sem hafa spilað 50 landsleiki.

Englendingar mæta San Marínó, Albaníu og Póllandi í undankeppni heimsmeistaramótsins dagana 25., 28. og 31. mars. Fyrsti og síðasti leikurinn fer fram á Wembley en þar á milli bregður enska liðið sér til Tirana í Albaníu.

Lið Englands:

Markverðir:
Dean Henderson, Manchester United 1/0
Sam Johnstone, WBA 0/0
Nick Pope, Burnley 4/0

Varnarmenn:
Ben Chilwell, Chelsea 12/0
Conor Coady, Wolves 3/1
Eric Dier, Tottenham 45/3
Reece James, Chelsea 4/0
Harry Maguire, Manchester United 30/2
Tyrone Mings, Aston Villa 7/0
Luke Shaw, Manchester United 8/0
John Stones, Manchester City 39/2
Kieran Trippier, Atlético Madrid 25/1
Kyle Walker, Manchester City 53/0

Miðjumenn:
Jude Bellingham, Dortmund 1/0
Phil Foden, Manchester City 3/2
Jesse Lingard, West Ham 24/4
Mason Mount, Chelsea 13/3
Kalvin Phillips, Leeds 4/0
Declan Rice, West Ham 13/1
James Ward-Prowse, Southampton 4/0

Sóknarmenn:
Dominic Calvert-Lewin, Everton 5/2
Harry Kane, Tottenham 51/32
Marcus Rashford, Manchester United 40/11
Bukayo Saka, Arsenal 4/0
Raheem Sterling, Manchester City 58/13
Ollie Watkins, Aston Villa 0/0

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert