Leeds sótti þrjú stig til London

Patrick Bamford og Raphinha fagna sigurmarkinu í kvöld en þeir …
Patrick Bamford og Raphinha fagna sigurmarkinu í kvöld en þeir sáu um mörk Leeds. AFP

Leeds lagði Fulham að velli, 2:1, þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Craven Cottage í London í kvöld.

Patrick Bamford kom Leeds yfir á 29. mínútu en Joachim Anderson jafnaði fyrir Fulham á 38. mínútu og staðan var 1:1 í hálfleik. Raphinha skoraði sigurmarkið á 58. mínútu eftir sendingu frá Bamford.

Leeds fór með sigrinum upp fyrir Crystal Palace og í ellefta sætið með 39 stig en Fulham, sem hefði komist úr fallsæti með sigri, situr áfram í átjánda sætinu með 26 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert