City skoraði mörkin í lokin

Richarlison með boltann í kvöld. Kyle Walker fylgist með honum.
Richarlison með boltann í kvöld. Kyle Walker fylgist með honum. AFP

Manchester City er komið áfram í undanúrslit enska bikarins í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Everton í átta liða úrslitunum í kvöld. Bæði mörkin komu á lokakafla leiksins.

Liðunum gekk illa að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og reyndi lítið sem ekkert á markverðina. Var staðan í leikhléi því markalaus.

Seinni hálfleikurinn þróaðist svipað. Manchester City var miklu meira með boltann en illa gekk að finna glufur á þéttri og góðri vörn Everton, sem reyndi að sækja hratt þegar tækifæri gafst, en án mikils árangurs.

Ísinn var loks brotinn á 84. mínútu þegar þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan skallaði í autt markið eftir að Joao Virgínia hafði varið glæsilega hjá Aymeric Laporte. Sex mínútum síðar bætti Kevin De Bruyne við öðru marki City þegar hann slapp einn í gegn og kláraði af miklu öryggi og þar við sat.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton en hefur oft verið meira áberandi.

Everton 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Kevin De Bruyne (Man. City) skorar 0:2 - Rodri, nýkominn inn á sem varamaður, sendir De Bruyne einan í gegn með fallegri stungusendingu og Belginn á ekki í neinum vandræðum með að skora. Komið hjá City!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert