Southampton fyrsta liðið í undanúrslit

Nathan Redmond átti afar góðan leik í dag.
Nathan Redmond átti afar góðan leik í dag. AFP

Southampton er komið í undanúrslit enska bikarsins í fótbolta eftir öruggan 3:0-útisigur á grönnum sínum í Bournemouth í átta liða úrslitunum í dag. Southampton leikur í úrvalsdeildinni og Bournemouth í B-deild.  

Moussa Djenepo kom Southampton yfir á 37. mínútu og Nathan Redmond bætti við öðru marki í uppbótartíma. Redmond kórónaði góðan leik sinn með sínu öðru marki og þriðja marki Southampton á 59. mínútu og þar við sat.

Everton og Manchester City mætast síðar í dag á meðan leikir Chelsea og Sheffield United og Manchester United og Leicester fara fram á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert