Alexandre Lacazette kórónaði endurkomu Arsenal þegar liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Jesse Lingard kom West Ham yfir á 15. mínútu áður en þeir Jarrod Bowen og Tomas Soucek bættu við hvor sínu markinu fyrir West Ham.
Soucek varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu og Arsenal leiddi því 3:1 í hálfleik.
Craig Dawson, varnarmaður West Ham, varð fyrir því óláni að skora annað sjálfsmark á 61. mínútu áður en Lacazette jafnaði metin fyrir Arsenal á 82. mínútu og þar við sat.
Leikur West Ham og Arsenal var sýndur beint á Símanum Sport.