Bannað að taka þátt í landsleikjum

Naby Keita fær að spila einn landsleik en ekki annan.
Naby Keita fær að spila einn landsleik en ekki annan. AFP

Tveimur leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, þeim Naby Keita hjá Liverpool, og Marvelous Nakamba hjá Aston Villa, hefur verið bannað að taka þátt í landsleikjum á vegum þjóða sinna.

Félög á Bretlandseyjum geta bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á svokölluðum rauðum lista þarlendra stjórnvalda.

Liverpool ákvað að nýta sér það í tilfelli Keita og banna honum að ferðast með landsliði Gíneu til Namibíu, sem er á þessum rauða lista. Hann fær þó að mæta Malí nokkrum dögum fyrr.

Aston Villa ákvað svo að banna Nakamba alfarið að ferðast til Simbabve, heimalands síns, sem er á rauða listanum.

Búist var við því að fleiri leikmönnum sem spila á Bretlandseyjum yrði bannað að spila með landsliðum sínum, en nokkur lönd hafa undanfarna daga verið tekin af rauða listanum, þar á meðal Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert