David Beckham, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Ole Gunnar Solskjær sé búinn að vinna þrekvirki í starfi sem knattspyrnustjóri enska liðsins.
Solskjær tók við enska úrvalsdeildarfélaginu í desember 2018 en félagið hefur verið í lægð eftir að Sir Alex Ferguson lét af störfum eftir tímabilið 201-13.
Beckham þekkir vel til hjá félaginu eftir að hafa alist upp í Manchester en hann lék 388 leiki fyrir félagið frá 1992 til 2003 áður en hann gekk til liðs við stórlið Real Madrid.
„Maður fylgist alltaf með fréttum og Ole hefur fengið sinn skerf af gagnrýni,“ sagði Beckham.
„Það er viðbúið að knattspyrnustjóri Manchester United sé gagnrýndur enda liðið eitt það sigursælasta í Evrópu í mörg mörg ár.
Ole þekkir fótboltann vel og hann lætur lítið fyrir sér fara og sinnir sínu starfi af alúð. Fyrir mér þá hefur hann unnið algjört þrekvirki hjá félaginu frá því hann tók við,“ bætti Beckham við.