Real Madrid tekur á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í Madríd á Spáni hinn 7. apríl.
Það er BBC sem greinir frá þessu en óvíst var hvort leikurinn myndi fara fram á Spáni vegna sóttvarnareglna þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins.
Í dag tilkynntu spænsk yfirvöld að ferðabanni frá Bretlandseyjum yrði aflétt hinn 30. mars.
Liverpool mætti RB Leipzig í sextán liða úrslitum keppninnar á Puskás Aréna í Búdapest en báðir leikirnir fóru fram í Ungverjalandi vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi.
Síðari leikur liðanna fer fram 14. apríl á Anfield í Liverpool.