Telur United reyna að plata sig

Eric Bailly hefur ekki átt fast sæti í liði Manchester …
Eric Bailly hefur ekki átt fast sæti í liði Manchester United á tímabilinu. AFP

Eric Bailly hefur sagt vinum sínum að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé að reyna plata hann til þess að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Bailly hefur ekki átt fast sæti í liði United síðan Ole Gunnar Solskjær tók við stjórnartaumunum á Old Trafford í desember 2018.

Bailly hefur aðeins byrjað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann verður samningslaus sumarið 2022 og getur þá farið frítt frá félaginu.

United hefur nú þegar boðið Bailly nýjan samning en Fílbeinsstrendingurinn er sannfærður um enska félagið sé einungis að reyna að hækka verðmiðann á honum með nýjum samningi.

Ef Bailly ákveður að framlengja samning sinn ekki gæti United þurft að selja hann á tombóluverði í sumar en hann getur farið frítt frá félaginu þegar samningur hans rennur út þar næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert