Keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst hinn 14. ágúst á næstu leiktíð, tímabilið 2021-22.
Þetta staðfestu forráðamenn deildarinnar í dag en keppni á yfirstandandi tímabili hófst um miðjan september á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins.
Þá verður spilað til 22. maí leiktíðina 2021-22 en í ár fer lokaumferðin fram 23. maí.
Lokakeppni EM fer fram í sumar, dagana 11. júní til 11. júlí og fá leikmenn frá Evrópu því ekki mjög langt sumarfrí í sumar.