Sviss skellti Englandi í fyrsta leiknum

Svisslendingar fagna sigurmarkinu.
Svisslendingar fagna sigurmarkinu. AFP

Þrátt fyrir að vera með marga kunna leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni í sínu liði töpuðu Englendingar 0:1 fyrir Svisslendingum í úrslitakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í fótbolta í Koper í Slóveníu í dag.

Dan Ndoye, leikmaður Nice í Frakklandi, skoraði sigurmark svissneska liðsins á 77. mínútu. Með þessum liðum í D-riðli eru Portúgal og Króatía sem mætast klukkan 20 í kvöld.

Meðal leikmanna í byrjunarliði Englands voru Callum Hudson-Odoi frá chelsea, Arsenal-mennirnir Emile Smith-Rowe og Eddie Nketiah, Dwight McNeil frá Burnley, Everton-mennirnir Ben Godfrey og Tom Davies og Aaron Ramsdale, markvörður Sheffield United.

Tom Davies, leikmaður Everton, í baráttu á miðjunni í leiknum …
Tom Davies, leikmaður Everton, í baráttu á miðjunni í leiknum við Sviss í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert