Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur gefið út hvaða átta leikmenn komi til greina í kjörinu á besta leikmanni deildarinnar í marsmánuði.
Það eru Andreas Christensen frá Chelsea, Kelechi Ihenacho frá Leicester, Harry Kane frá Tottenham, Jesse Lingard frá West Ham, Riyad Mahrez frá Manchester City, Illan Meslier frá Leeds, Luke Shaw frá Manchester United og Leandro Trossard frá Brighton sem voru bestu leikmenn mánaðarins í deildinni, samkvæmt matsnefnd hennar, og einn þeirra hreppir síðan hnossið.
Ilkay Gündogan, leikmaður Manchester City, var bestur í deildinni bæði í janúar og febrúar en er ekki tilnefndur að þessu sinni.