Leikmenn United og Arsenal draga sig úr hópnum

Marcus Rashford er að glíma við meiðsli.
Marcus Rashford er að glíma við meiðsli. AFP

Sóknarmennirnir Marcus Rashford og Bukayo Saka hafa dregið sig úr enska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Póllandi næstu daga í undankeppni HM í knattspyrnu í Katar 2022 vegna meiðsla.

Hvorugur þeirra lék í 5:0-sigrinum á San Marínó í gærkvöldi, en ekki er víst hversu alvarleg meiðslin eru.

Rashford fylgdist með leiknum gegn San Marínó úr stúkunni á Wembley í gær, en Saka varð eftir í herbúðum Arsenal. Vonast var til að hann kæmi til móts við hópinn síðar í vikunni, en ekkert verður úr því.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari mun ekki kalla upp leikmenn í staðinn fyrir Rahsford og Saka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert