Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Frakklandsmeistara Paris SG, hefur mikinn áhuga á að fá markvörðinn unga Illan Meslier frá Leeds.
Daily Mail greinir frá. Meslier, sem er 21 árs, hefur staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni með Leeds og haldið átta sinnum hreinu.
Pochettino og Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds, eru miklir mátar og gæti það hjálpað franska stórliðinu að lokka franska markvörðinn til heimalandsins.