Frakklandsmeistararnir vilja markvörð Leeds

Illan Meslier hefur staðið sig vel með Leeds á leiktíðinni.
Illan Meslier hefur staðið sig vel með Leeds á leiktíðinni. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Frakklandsmeistara Paris SG, hefur mikinn áhuga á að fá markvörðinn unga Illan Meslier frá Leeds.

Daily Mail greinir frá. Meslier, sem er 21 árs, hefur staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni með Leeds og haldið átta sinnum hreinu.

Pochettino og Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds, eru miklir mátar og gæti það hjálpað franska stórliðinu að lokka franska markvörðinn til heimalandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert