María og Dagný mættust á Old Trafford

Lauren James skorar fyrsta mark leiksins. Dagný, lengst til vinstri, …
Lauren James skorar fyrsta mark leiksins. Dagný, lengst til vinstri, fylgist með. Ljósmynd/Manchester United

Manchester United hafði betur gegn West Ham, 2:0, er liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í enska fótboltanum í dag. Leikið var á Old Trafford, heimavelli karlaliðs Manchester United, þar sem það leikur ekki þessa dagana vegna landsleikjahlés. 

María Þórisdóttir var í byrjunarliði Manchester United, lék allan leikinn og lagði upp fyrra markið á 49. mínútu. Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 84 mínúturnar með West Ham.

Manchester United er í toppsæti deildarinnar með 38 stig eftir 18 leiki en West Ham er í neðsta sæti með níu stig.

María Þórisdóttir með boltann í dag.
María Þórisdóttir með boltann í dag. Ljósmynd/Manchester United
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert