Liverpool horfir til Tyrklands

Ugurcan Cakir stóð á milli stanganna hjá Tyrkjum í sigurleiknum …
Ugurcan Cakir stóð á milli stanganna hjá Tyrkjum í sigurleiknum gegn Hollandi á dögunum. AFP

Englandsmeistarar Liverpool í knattspyrnu undirbúa nú tilboð í markvörðinn Ugurcan Cakir.

Það er Express sem greinir frá þessu en Cakir er samningsbundinn Trabzonspor í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Markvörðurinn, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá Trabzonspor en hann hefur byrjað 28 leiki liðsins í tyrknesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Þá á hann að baki fimm A-landsleiki en Liverpool er tilbúið að borga fimmtán milljónir punda fyrir Tyrkjann.

Adrián er vararmarkvörður Liverpool í dag en hann á litla framtíð hjá félaginu eftir slaka frammistöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert