Gæti tekið við Celtic

Eddie Howe gæti tekið við Celtic.
Eddie Howe gæti tekið við Celtic. AFP

Enski knattspyrnustjórinn Eddie Howe gæti orðið næsti stjóri skoska stórliðsins Celtic. Neil Lennon yfirgaf Celtic á dögunum og er félagið að leita að nýjum stjóra.

Howe gerði afar góða hluti með Bournemouth og kom liðinu upp úr ensku D-deildinni og upp í úrvalsdeildina. Hann hefur verið án félags frá því í ágúst í fyrra er hann féll með Bournemouth.

Celtic ætlar sér að vinna skoska meistaratitilinn aftur á næstu leiktíð en Rangers, undir stjórn Stevens Gerrards, varð meistari á þessari leiktíð eftir níu ára sigurgöngu Celtic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert