Nokkrir leikmenn enska U21 árs landsliðs karla í fótbolta áttu erfitt með að ráða við skapið í sér eftir að liðið féll úr leik á EM á afar svekkjandi hátt.
England þurfti að vinna Króatíu með tveimur mörkum til að fara áfram en Króatía minnkaði muninn í 2:1 í uppbótartíma og sló England úr leik í leiðinni.
Í kjölfarið brutust út mikil fagnaðarlæti meðal leikmanna og þjálfara Króata sem virtist fara í skapið á leikmönnum Englands og þá helst Curtis Jones, leikmanni Liverpool.
Myndskeið af Jones missa stjórn á skapi sínu og veitast að leikmönnum Króata má sjá hér fyrir neðan.
Curtis Jones really taking on a nation. My starboy 😍 him & Rhian wanted to scrap it out like Cena & Orton vs the Raw rooster 😂
— 👓 (@ScouseBaller) March 31, 2021
pic.twitter.com/jt1VPORdCr