David James, sem lék með Liverpool á sínum tíma, fer yfir þau vandamál sem liðið hefur þurft að glíma við á þessari leiktíð.
Liverpool varð sannfærandi enskur meistari á síðustu leiktíð en mun verr hefur gengið á þessari leiktíð. James segir að ekki aðeins meiðslum að kenna að gengið sé ekki betra en raun ber vitni.
Markvörðurinn nefnir litla veikleika alls staðar. Liverpool mætir Arsenal á útivelli í stórleik á laugardaginn kemur.
Innslagið hjá David James má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.