Snýr aftur eftir rúmt ár frá vegna meiðsla

Wesley hefur verið frá vegna meiðsla í rúmt ár.
Wesley hefur verið frá vegna meiðsla í rúmt ár. Ljósmynd/Premier League

Wesley, framherji enska knattspyrnuliðsins Aston Villa, hefur snúið aftur til æfinga eftir 15 mánaða fjarveru og mun í dag spila sinn fyrsta leik síðan á nýársdag 2020 með varaliði Villa þegar það mætir Wolverhampton Wanderers.

Wesley meiddist í leik Aston Villa gegn Burnley á nýársdag þegar Ben Mee tæklaði hann illa með þeim afleiðingum að Wesley sleit krossband.

Áður en hann meiddist hafði hinn stóri og stæðilegi Brasilíumaður skorað sex mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið keyptur frá Club Brugge sumarið 2019.

Wesley á einn leik að baki með brasilíska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert