Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur verið útnefndur stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrir marsmánuð.
Chelsea hefur ekki enn tapað leik undir stjórn Tuchel frá því að hann tók við liðinu í lok janúar á þessu ári. Í mars vann liðið tvo leiki og gerð eitti jafntefli. Í þessum þremur leikjum fékk Chelsea ekki á sig mark.
Mánuðurinn byrjaði á 1:0 sigri á Anfield gegn Liverpool, var fylgt eftir með 2:0 heimasigri gegn Everton og að síðustu gerði liðið markalaust jafntefli gegn Leeds United á Elland Road í Leeds.
Tuchel er aðeins annar Þjóðverjinn sem vinnur til verðlaunanna, á eftir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem hefur átta sinnum unnið til þeirra.