Tuchel valinn knattspyrnustjóri mánaðarins

Thomas Tuchel hefur farið frábærlega af stað með Chelsea.
Thomas Tuchel hefur farið frábærlega af stað með Chelsea. AFP

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur verið útnefndur stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrir marsmánuð.

Chelsea hefur ekki enn tapað leik undir stjórn Tuchel frá því að hann tók við liðinu í lok janúar á þessu ári. Í mars vann liðið tvo leiki og gerð eitti jafntefli. Í þessum þremur leikjum fékk Chelsea ekki á sig mark.

Mánuðurinn byrjaði á 1:0 sigri á Anfield gegn Liverpool, var fylgt eftir með 2:0 heimasigri gegn Everton og að síðustu gerði liðið markalaust jafntefli gegn Leeds United á Elland Road í Leeds.

Tuchel er aðeins annar Þjóðverjinn sem vinnur til verðlaunanna, á eftir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem hefur átta sinnum unnið til þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert