Ensku stjórarnir þurfa að vinna sig upp

Það er ekki auðvelt að vera knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni enda er líftími þeirra í starfinu yfirleitt frekar stuttur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þá þjálfara sem koma frá Englandi ræða hvernig það er að stýra liðum í einni frægustu knattspyrnudeild heims.

„Þetta er deild sem reynir á þig stanslaust, þú færð aldrei hvíld. Þú spilar við Liverpool einn daginn og svo Manchester City eða United vikuna á eftir. Þú mætir þjálfurum og leikmönnum í hæsta gæðaflokki í hverjum leik,“ sagði Dean Smith, stjóri Aston Villa, en hann kom félaginu upp í úrvalsdeild fyrir tveimur árum.

„Ég hef alltaf sagt að ungur breskur knattspyrnustjóri verði að koma liði upp í úrvalsdeildina, frekar en að fá vinnu þar strax. Ég er stoltur af því að hafa gert það,“ sagði hann enn fremur. Rætt er við þá Smith, Graham Potter, Sean Dyche, Steve Bruce og Roy Hodgson í myndskeiðinu sem má sjá hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert