Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir og stöllur í West Ham unnu loks sinn fyrsta sigur eftir að íslenska landsliðskonan gekk til liðs við Lundúnaliðið, 5:0 á útivelli gegn Reading.
Dagný var í byrjunarliðinu fjórða leikinn í röð en West Ham tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli í fyrstu þremur. Annað var þó uppi á teningnum í dag er West Ham lék á als oddi og skoraði fimm mörk á 30 mínútna kafla. Fyrsta markið kom á sjöundu mínútu og það fimmta á 37. mínútu.
West Ham er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar af 12 liðum en Dagný var í byrjunarliðinu í dag og spilaði allan leikinn.