Phil Jagielka skoraði sigurmark fyrir Leeds í 2:1-sigri liðsins á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Því miður fyrir Jagielka leikur hann með Sheffield United.
Leeds komst yfir snemma leiks með marki frá Jack Harrison, áður en Ben Osborn jafnaði í blálok fyrri hálfleiks. Jagielka skoraði svo eina mark seinni hálfleiksins.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.