Liverpool vann sannfærandi 3:0-sigur á Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
David Seaman, fyrrverandi markvörður Arsenal, ræddi við Tómas Þór Þórðarson og Bjarna Þór Viðarsson á Símanum sport eftir leik.
Hann hafði fátt jákvætt um frammistöðu Arsenal að segja, en hrósaði liðsmönnum Liverpool, þar sem Diogo Jota var í aðalhlutverki.
Innslagið má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.