Það var heldur betur veisla á Stamford Bridge er enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hófst aftur eftir landsleikjahlé í dag. West Brom heimsótti Chelsea og vann frækinn 5:2-sigur.
Heimamenn komust yfir snemma leiks en léku svo manni færri í um klukkutíma eftir að Thiago Silva fékk tvö gul spjöld. Matheus Pereira átti stórleik fyrir gestina, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Mörkin og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.