Bjarni Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu um vandræði Arsenal í Vellinum á Símanum sport.
Arsenal lenti í vandræðum gegn Liverpool á laugardaginn var og tapaði að lokum 0:3. Fátt gekk upp í spilamennsku liðsins og þríeykið gagnrýndi Mikel Arteta og lærisveina hans. Þá voru þeir ekki hrifnir af Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliða liðsins, og hans hugarfari.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.